Sumartíminn á Íslandi hefur verið betri en þetta sumar, sumarið 2018. Það mætti segja að Reykvíkingar hafi orðið fyrir mestum vonbrigðunum, enda hafa þau einungis fengið tvo til þrjá sólardaga allt sumarið. Utan Reykjavíkur hafa verið nokkrir góðir dagar af og til en ekkert til að hoppa yfir af kæti. Veðurfréttirnar veður sem eru fastur dagskrárliður í ríkissjónvarpinu hafa sömu sögu að segja dag eftir dag, rigning, rok og eintóm leiðindi.

Margir íslendingar hafa flúið til annarra landa þar sem veðrið er ögn skárra eða svo. Tenerife, Alicante og norðurlöndin voru vinsæl meðal íslendinga þetta sumarið til að flýja til. Ekki má gleyma Rússlandi en margir flykktust þangað fyrr um sumarið til að fylgjast með íslenska karlalandsliði í knattspyrnu keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti.

Aðrir hafa bara látið sig hafa það og notið sumarsins sem best hér á Íslandi. Það er ekkert að því að njóta hér á Íslandi enda margt hægt að gera þrátt fyrir vont veður. Við íslendingar erum svo vanir vondu veðri að allt er hægt. Útilegur, bústaðarferðir, útileikir og fleira, veðrið stoppar ekki íslendinga í neinu.

Ferðamenn sem hafa gert sér ferð til Íslands hafa líklegast einnig orðið fyrir vonbrigðum, en þeir hafa eflaust ekki látið það hafa áhrif á sína ferð. Ferðamenn koma hingað vitandi að á Íslandi er ekki jafn heitt og á Spáni en þeir bjuggust samt ábyggilega ekki við svona leiðinlegu sumri.

Það sem sumarið hefur ollið mörgum vonbrigðum þá er alltaf hægt að njóta veðursins eins vont og það má vera. Þá er það bara að skella sér í pollagallann eða úlpu og henda sér út og láta veðrið ekki hafa áhrif á sumarið þitt. Sumarið þarf ekki að vera leiðinlegt ef maður er bara með jákvætt hugarfar og nýtur tímans með vinum og fjölskyldu.

Veðrið þetta sumarið þýðir bara eitt, það verður frábært sumar 2019, vonandi.