Flestir ferðalangar munu skipuleggja hvar þeir ætla að gista áður en þeir leggja í hann. Venjulega bóka þeir gistingu fyrirfram. Það er líka góð hugmynd að ferðamenn fræði sig um nýlega viðburði um svæðið sem þeir ætla að heimsækja. Á Íslandi eru nokkur gæðaviðmið sem veita góðar upplýsingar.

Hótel

Margir ferðamenn velja hótel sem sína gistiaðstöðu. Hafðu í huga að sum hótelin á Íslandi geta verið svolítið frábrugðin því sem búist er við. Til dæmis eru sum herbergin ekki með sér baðherbergi. Það eru nokkrar hótelkeðjur á Íslandi sem bjóða upp á ýmsa möguleika fyrir þá sem velja þessa tegund af gistingu.

Gistihús

Önnur gistiaðstaða sem er vel þekkt á Íslandi eru gistiheimili. Þetta er mjög líkt “rúm og morgunverður” eða B&B. Það kann að vera einhver munur eins og t.d. að gestir eldi fyrir sig sjálfir, í stað þess að máltíð sé undirbúin fyrir þá á hefðbundnu gistiheimili. Fyrir þá sem vilja fá góða gistingu þá eru gistihús góður kostur.

Skálar

Gisting á Íslandi sem er svolítið frábugðin annarri gistingu eru skálar eða sumarbústaðir til leigu. Margir velja slíka gistingu þar sem gestirnir geta verið út af fyrir sig. Hægt er að finna slíka gistingu í öllum landshlutum og það má segja að þú upplifir Ísland á nýjan hátt þar sem þú ert inni í sveitum landsins. Ró og friður einkennir einlennir þessa tegund gistingar og það er óhætt að mæla með slíkri leigu.

Bændagisting

Fyrir þá sem vilja virkilega njóta menningar Íslands þá er besta valið bændagisting. Bændagistingin er mjög svipuð gistingu á “B&B” en umhverfið er hinn hefðbundni íslenski sveitabær. Fyrir fjölskyldur sem eru að leita að heillandi reynslu fyrir yngstu meðlimi fjölskyldunnar, þá njóta börnin sín oftast nær í slíkri gistingu. Þeir sem bjóða sveitabæi sína til að þjónusta ferðamenn fá venjulega sömu einkannir og hótelin.