Veistu að á Íslandi er bjart allan sólarhringinn á sumrin? Veistu líka að fyrsta þing íslendinga, og jafnframt fyrsta þing í heimi, var haldið á þrepum Almannagjár á Þingvöllum? Já, Ísland er þjóð margra fyrstu atvika. Hér að neðan eru nokkrir hápunktar sem ber að skoða á Íslandi.

Rík menning.

Þó að Íslendingar séu þekktir sem miklir frumkvöðlar á ýmsum sviðum, hafa þeir varðveitt forna skandinavíska menningu og hefðir. Hefðbundnar hátíðir eins og Listahátíðin í Reykjavík laða að þúsundir aðdáenda og Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska óperan og miðalda bókmenntirnar eru ennþá hluti af menningu heimamanna.

Eldfjallið Hekla.

Það er ekki til betri staður en Hekla til að sýna áþreifanlega andstæðu elds og íss. Þegar 1500 metra eldfjallið gýs, spýr það öflugum vítiseldi yfir ísilagt umhverfið sitt. Slík spennandi atvik hafa vakið áhuga margra gesta, þar á meðal fræga kvikmyndagerðarmannsins Ridley Scott sem myndaði Prometheus á þessum vettvangi. Hekla hefur ekki gosið frá árinu 2000 en þó eru einhverjar hræringar á svæðinu.

Hinar marglitu Landmannalaugar.

Landmannalaugar eru töfrandi staður og bjóða upp á nokkra af þeim bestu eiginleikum sem ferðamaður getur óskað eftir: Það eru heillandi heitir hverir, kristaltærir lækir, hraunleiðir og hinir stórbrotnu fjalltoppar í öllum regnbogans litum.

Bragðgóðir en óvenjulegir íslenskir réttir.

Ferð til Íslands getur ekki verið lokið án þess að prófa matargerð landans. Sumir af þeim framandi réttum sem bjóðast eru til dæmis kæstur hárkarl, harðfiskur og hinn bragðgóði plokkfiskur. Vissirðu að kæstur hákarl er gerður með því að grafa kjöt af Grænlands hákarli í jörð og láta hann vera þar í allt að 12 vikur áður en hann er þurrkaður í þrjá mánuði?

Að lokum.

Ef þú ætlar að fara erlendis til hressingar og njóta fallegs umhverfis, þá ætti Ísland að vera áfangastaður númer eitt. Heimamenn eru hlýir eru vingjarnlegir, maturinn er einstakur og umhverfið er stórkostlegt.