Ferðalangar vilja oft að læra eitthvað um menningu þess staðar sem þeir ætla sér að heimsækja. Fyrir þá sem eru að skipuleggja ferð til Íslands geta fræðst meira um þetta sérstaka land og fríið gæti fengið aukna þýðingu.

Listirnar

Ísland er með fjölbreytta flóru alls kyns handverks sem íbúar landsins búa til. Það handverk sem er mest áberandi er meðal annars;

• Vefnaður

•Tálgun

• Silfursmíði

Þá bætist einning við þetta er heilmikill áhugi á framleiðslu tónlistar sem sést auðveldlega á mörgum tónleikum og tónlistarhátíðum. Oft eru þessir viðburðir hápunktur fyrir ferðamenn. Ísland er einnig vel þekkt fyrir þjóðlagatónlist sína og slík sýning er eitthvað sem fólk ætti ekki að missa af þegar fólk heimsækir landið.

Arfleifð

Íslendingar eru vel þekktir fyrir hlýlegt og traust viðmót. Þeir bjóða alla velkomna, sérstaklega þá sem eru að heimsækja landið. Þegar það kemur að arfleifð sinni eru þeir ákaflega stoltir af víkingasögu landsins. Konur eru mjög virtar og margar eru í valdastöðu landinu. Margir ferðamenn taka strax eftir því hversu hamingjusöm þjóðin er en samkvæmt rannsóknum er Ísland fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi.

Matargerð

Flest lönd eiga sína þjóðarrétti og þar er Ísland engin undantekning. Þjóðarréttir landsins eru eflaust mjög frábrugðnir því sem aðrar þjóðir þekkja og því er nauðsyn að prófa ekta íslenskan rétt á meðan á dvölinni stendur. Íslenskur þorramatur er venjulega í boði í mánuði Þorra sem hefst í lok janúar. Þorri er dreginn úr fornum norrænum hefðum og hefur haldist allar götur síðan. Þar er á boðstólnum góðgæti eins og kæstur hákarl, hangikjöt, harðfiskur, íslenskt brennivín og hrútspungar. Það er sko hægt að njóta allra tegunda matvæla á Íslandi. En fyrir alvöru skemmtun, vilja ferðamenn sumir reyna við fiskmenninguna sem samanstendur af kæstum hákarli eða lax sem hefur legið í bleyti í salti og dilli. Þegar kemur að drykkjum er kaffið alltaf vinsælast.