Ísland er ekki mjög stórt land ef miðað er við önnur lönd en hefur svo sannarlega margt fallegt og skemmtilegt að geyma. Mörg fjöll, eyjur, fossa og jarðböð svo eitthvað sé nefnt. En hvert og hvernig skal ferðast um Ísland? Hér eru hugmyndir um leiðir sem hægt væri að fara til að ferðast um Ísland.

Ef áhugi er fyrir því að ferðast um norðurlandið þá væri hægt að fara á Vatnsnes, þar í kring er að finna Selasetrið sem er á Hvammstanga og þaðan er hægt að fara á Selasetrið og varið síðan deginum á Vatnsnesi fallegur staður en þar er mikið um fuglalíf og mikið hægt að skoða.

Vestfirðir er fallegur staður og mikið hægt að gera. Eins og að fara í kajak ferðir,sjóstangaveiði, fara í göngu- og hjólaferðir. Það er ýmist hægt að gera og gaman að kíkja þangað.

Ef lítill tími gefst til að ferðast þá er tilvalið að finna sér eitthvað að gera á Höfuborgarsvæðinu. Þar er margt að finna eins og það að skoða Hörpuna, Hallgrímskirkju, Árbæjarsafnið eða kíkja í sundlaugar Reykjavíkur sem eru þónokkrar og víða um höfuðborgarsvæðið.

Á Suðurlandi er eins og á öðrum stöðum Íslands, margt hægt að gera. En það sem stendur upp úr er klárlega að skoða og ferðast um jökla, skoða fjöll eins og Kötlu og Gullfoss og Geysi sem eru mjög vinsæl á Íslandi.

Eins og sjá má er mikið hægt að finna sér að gera en það fyrrnefnda er aðeins brotabrot af því sem hægt er að gera á Íslandi og er listinn í raun ótæmdi. Ísland er skemmtilegt og spennandi land sem einstaklega gaman er að ferðast um hvort sem þú ert af erlendu bergi brotinn eða íslendingur. Það er alltaf hægt að finna eitthvað fjölbreytt og skemmtilegt að gera hér