Ísland hefur verið á meðal þeirra ferðamannastaða sem hafa vaxið hvað örast. Tölfræðin sínir að tölurnar hafi lækkað þó svo að ferðamennirnir séu ennþá sjö sinnum íbúafjöldi landsins. Hinsvegar hafa ferðamálafræðingar haldið því fram að tölurnar séu ekki eins háar eins og flestar heimildir gefa til kynna, eða 2,7 milljónir árið 2017.

Ísland er lítið land á norðurslóðum með gríðarmikið náttúrulegt aðdráttarafl. Það naut töluverðra vinsælda sem áfangastaður ferðamanna, en það var ekki fyrr en eftir hrun hagkerfisins að ferðamönnum tók að fjölga all verulega. Loksins var Ísland orðið að ódýrum ferðamannastað með mikið aðdráttarafl eing og fossa, hveri og fjöll. Vinsemd Íslendinga skemmdi einnig ekki fyrir.

Innan skamms byrjuðu ferðamenn að flæða til Íslands, árið 2010 var fjöldi ferðamanna á Íslandi um 450.000. Fjöldinn jókst hinsvegar á methraða og var kominn í 2,7 milljónir árið 2017. Í rauninni ætti fólk alveg að búast við slíkri aukningu ferðamanna, en þó hafa sumir hagfræðingar talað um að tölurnar séu uppblásnar.

Jæja, ef þú vissir það ekki þá skrá samgöngu og ferðamálayfirvöld komur allra ferðamanna til landsins. Þetta hefur þó marga galla vegna þess að það ekki er allt í talningunni sem tengist ferðamönnum beint.

Áætlað er að af þeim 1,8 milljónum gesta sem komu til Íslands árið 2016, hafi um 250.000 af þeim ekki komið til landsins sem ferðamenn heldur voru þeir einungis að millilenda á Keflavíkurflugvelli, sem er í auknum mæli að verða einn helsti millilendinga flugvöllur fyrir löng flug yfir Atlantshafið.

Árið 2017 gerði íslenskt ráðuneyti rannsókn sem tók mið af þessum kröfum. Í rannsókninni voru 5% þeirra sem lentu á Íslandi skráðir sem ”sjálfstætt tengdir” ferðamenn á Keflavíkurflugvelli.

Jæja, það er kostur að ríkisstjórnin hafi tekið málið upp og gerir ráðstafanir til þess að fá nákvæmari tölur um fjölda ferðamanna. Það er ekki hægt að neyta kostum nákvæmra skýrslna í hvaða þróunarhagkerfi sem er.