Eins og flestir vita hefur Ísland orðið vinsælla meðal ferðamanna með hverju ári sem líður og fjölgar þeim enn hratt og sem íslendingur er það klárlega eitthvað sem við getum verið stolt af enda er Ísland gífurlega fallegt land. Heildarfjöldi erlendra ferðamanna árið 2017 var rúmlega 2,2 milljónir og er það ríflega 24% aukning frá 2016 ferðamenn á Íslandi og er líka skemmtilegt að segja frá því að 40% þessara ferðamanna eru frá Bandaríkjunum. Þessi aukning er spennandi og verður gaman að sjá hver aukningin verður á þessu ári.

Hvað er það sem erlendum ferðamönnum finnst svona spennandi við Ísland og fær þá til að gera sér mislangar ferðir til Íslands? Jú, ætli það sé ekki fallega landslagið, norðurljósin og allar þær náttúruperlur sem Ísland hefur að geyma svo eitthvað sé nefnt. Ferðamönnum finnst gaman að ferðast um Ísland og skoða öðruvísi menningu og landslag en þeir eru vanir, það er ljóst að Ísland fellur klárlega undir það.

En hvaða áhrif hefur þessi aukning ferðamanna á Ísland og okkar þjónustu? Ferðaþjónustur og hótel hafa nóg að gera með að hýsa og koma ferðamönnunum milli staða. Þá hefur þessi aukning einnig áhrif á tekjur þessara fyrirtækja sem ferðamenn reiða sem mest á í daglegu lífi. Helstu ferðamannastaðir eins og Bláa lónið, Þingvellir og fleiri fá erlenda ferðamenn í þúsundatali á hverjum degi.

Það mætti segja að með aukningu ferðamanna hafi græðgi íslendinga aukist líka. Ferðamannastaðir hafa hækkað gífurlega í verði seinustu árin og mætti segja að hafi ákveðin áhrif á erlendu ferðamennina. Ferðamennirnir láta sig svo sem hafa það að borga há verð fyrir nauðsynjavörur og oftar en ekki einnig lúxusvörur.

Ísland er afar fagurt og áhugavert land eins og geta má af gífulegri aðsókn ferðamanna. Það verður fróðlegt að líta til baka eftir nokkur ár og sjá hvernig aðsókn erlendra ferðamanna hefur þróast með árunum.