“Mold? Ertu að grínast í mér? Af hverju myndi einhver vilja taka handfylli af drullu, pakka henni í fallegt lítið ílát, geyma það í ferðatösku og taka það með heim sem minjagrip? Ég hef heyrt um að taka bleikan sand frá Bahamaeyjum og rauðan sand frá Maui, en mold frá Íslandi… það er ekkert vit í því. Þú ferð ekki að setja mold í Louis Vuitton töskurnar mínar! ”

Þetta voru kærleiksríku orð dásamlegu eiginkonu minnar, Emiliu, eftir að ég hafði beðið hana um að pakka niður plastflösku fullri af íslenskri mold í nýju töskuna. Ég held að hvaða eiginkona sem er hefði sagt það sama ef þær hefðu ekki verið meðvitaðar um að fólk sem býr á Íslandi hafi lengstu lífslíkurnar.

Í þúsundir ára hefur manneskjan leitað eftir langlífi. Ponce DeLeon trúði að það væri til æskulind og leitaði að henni. Aðrir aðilar frá öllum heimshornum hafa einnig leitað að lindinni. Í dag segja sumir að þeir hafi fundið hana og að hún sé ekki vatnslind eins og flestir hafa haldið, heldur lind sjóðheits hrauns.

Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að íbúar Íslands lifa lengur en nokkur önnur þjóð á jörðinni. Má rekja þetta langlífi til mikils magns andoxunar, afoxunar og glútaþíon í líkama þeirra. Rannsóknir sýndu meðal annars að íslendingar læknast mun hraðar á náttúrulegan hátt og var það tengt við framleiðslu glútaþíons og einnig voru bein tengsl við steinefnin í landinu þar sem ræktun var stunduð.

Það var síðar bent á að efni eins og brennisteinn og selen, sem finnast í ösku og hrauni, veldur efnasvörun í líkamanum sem hjálpar til við að framleiða meira glútaþíon. Brennisteinn, selen og önnur steinefni flytjast til jarðvegs þegar hraunið skýst og dreifst í andrúmsloftið og í jarðveginn.

Þegar ég heyrði þetta, þá bara varð ég að taka smá með mér heim!