Ísland hefur mörg eldfjöll að geyma, þau eru um það bil 130 talsins sem er ótrúlega mikið við það litla land sem Ísland er. Af þeim hafa 18 fjöll gosið á sögulegum tíma og aðeins nokkur af þeim gjósa reglulega. Meðal þeirra sem gjósa reglulega eru Krafla, Hekla og Grímsvötn. Nokkur stór og þekkt gos hafa orðið á Íslandi.

Heimaeyjargosið er það eldgos sem olli mesta tjóni sem hefur orðið á Íslandi af gosi og fyrsta gosið sem hafist hefur í byggð á Íslandi. Heimaeyjargosið Í Vestmannaeyjum hófst 23. janúar 1973 og lauk ekki fyrr en 3.júli sama árið. Björgunaraðgerðir stóðu yfir lengi til að bjarga íbúum sem bjuggu við gosið. Mörgum heimilum var ekki bjargað og botnaði gosið mikið á íbúum eyjarinnar. Út frá gosinu myndaðist fjall sem síðar var skírt Eldfell.

Katla-Eldgjá er stærsta gos sem orðið hefur á Íslandi frá landnámi. Það hófst árið 934 og stóð það yfir í nokkur ár. Það gaus í Kötlu og Eldgjá en það hófst með miklu jökulhlaupi og gossprungu sem lengdist í báðar áttir í marga mánuði þar til hún kom undir Kötlu og olli því að gríðarlegt magn af gjósku kom þar upp í hamfaragosi. Katla-Eldgjá gosið hafði ekki einungis áhrif á landsbúa heldur einnig út fyrir landssteina.

Dyngjufallagosið hófst 3. janúar 1875 í Öskju, en Askja var nánast óþekkt eldstöð fyrir það. Gosið hafði áhrif á Austurlandi og eftir gosið varð mikið landsig í Öskju og myndaðist þá í kjölfarið Öskjuvatn.

Árið 1755 þann 17. október hófst stærsta Kötlugos frá Eldgjárgosinu. Kötlugosið er eitt af þeim stærstu gjóskugosum sem hafa orðið á sögulegum tíma á Íslandi og varði í allt að 4 mánuði. Miklar eldingar fylgdu gosinu og urðu tveim manneskjum að bana.

Það hafa orðið mörg gos á Íslandi, þó missmikil, en fræðandi og skemmtilegt að lesa um og ennþá skemmtilegra að heimsækja staðina sjálfa.