Í kringum Ísland eru margar fallegar eyjur en engin af þeim toppar Vestmannaeyjar. En Vestmannaeyjar hefur sér áhugaverða sögu og er gaman að fræðast um hana. Vestmannaeyjar eru samtals 15 eyjur og 30 sker og drangar sem mótuðust við eldgos. Fiskveiði og lundar eru aðal einkenni Vestmanneyja. Þó eyjan sé ekKi sú stærsta þá er samt fullt hægt að gera þar.

Það er mikið um fjöll á þessari litlu eyju. Það er hægt að labba upp Eldfell sem varð til í Heimaeyjargosinu árið 1973. Eldfell er því bara hraun og aska frá því og því einstaklega fallegt fjall. Einnig er ótrúlega gaman að labba upp Heimaklettinn sjálfan en uppi á honum sér maður yfir alla eyjuna og í kring. Ótrúlega fallegt.

Spranga er ekta eyja sport enda aðeins hægt að gera það í Vestmannaeyjum. Sprang er gífurlega vinsæl meðal gesta líkt og heimamanna. Í sprangi þá hangir maður á reipi og sveiflar sér milli klettanna á heimaklettinum sjálfum.

Bátsferðir um Vestmannaeyjar eru vinsælar og ekkert smá skemmtilegar. Hægt er að fara í ribsafari og er þá hægt að velja um ýmis leiðir eins og

  • 2 tíma hringferð
  • smáeyjaferð
  • lúxusferð

og margt fleira.

Eldheimasafnið er fræðandi safn um Vestmannaeyjar og sögu þess. Eldheimasafnið hefur að geyma heillegt hús sem grafið var upp í eyjum eftir Heimaeyjagosið árið 1973 og er hægt að fræðast um margt frá því gosi á safninu.

Ef þú vilt hafa það einfalt þá er einfaldlega bara hægt að rölta um eyjuna og skoða allt sem hún hefur að geyma. Hægt er að fara í sundlaug Vestmanneyja, rölta svo í dalinn og labba um eyjuna eins og manni lystir.

Vestmannaeyjar er staður sem allir verða að heimsækja enda er það auðvelt. Það sigla bátar frá Þorlákshöfn og Landeyjarhöfn alla daga til Vestmannaeyja og kostar það alls ekki mikið og er hægt að skilja bílinn eftir eða taka hann með ef maður hefur áhuga á því.