Ísland er að mati margra eitt fallegasta land í heimi og hefur miklar náttúruperlur að geyma og er því hægt að finna svo ótrúlega mikið að gera og þá víða um landið. Það er hægt að telja upp ótrúlega marga staði sem er vert að kíkja á en það eru nokkrir staðir sem eru ómissandi. það þarf að ferðast mislangt á þá staði en það er algjörlega þess virði!

Þú gætir spurt hvaða erlenda ferðamenn sem hefur komið til Íslands hvað stað hann myndi mæla með að heimsækja og 99% þeirra myndu nefna Bláa lónið, Bláa lónið er náttúruleg heilsulind staðsett á Reykjanesskaganum og hefur það unnið til margskonar verðlauna meðal annars fyrir að vera að vera besta náttúrlega heilsulind í heimi og er ótrúlega fallegur staður sem er skemmtilegt að heimsækja á góðum degi.

Jökulsárlón er einstaklega fallegt lón við rætur Breiðarmerkurjökuls og nýtur gríðarlegra vinsælda, þá sérstaklega á meðal ferðamanna. Hægt er að fara í bátsferð um Jökulsárlsón og er þá siglt um svæðið að skoða jökla, einstaklega fallega jökla!

Marga fagra fossa er að finna víða um Ísland og eru Gullfoss, Skógafoss, Dettifoss, Goðafoss og Seljalandsfoss þeir vinsælustu og virtustu. Ef Gullfoss er heimsóttur þá er skylda að kíkja á Geysi í leiðinni sem er goshver í Haukadal, alls ekki það langt að skreppa í leiðinni.

Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn Íslands og er þekkt fyrir fjörugt fuglalíf. Skemmtilegt er að skreppa þangað í útilegu, tjalda og njóta með fjölskyldu og vinum þar sem Mývatn er mjög fjölskylduvænn staður og gaman að skoða sig um þar.

Það sem er nefnt hér að ofan er aðeins brotabrot af því sem hægt er að heimsækja og gera á Íslandi, hægt er að finna margt sem hentar hverjum sem er og er ljóst að manni ætti ekki leiðast á Íslandi.