Akureyri er bær á Norðurlandinu þar sem rúmlega 19000 manns búa. Margir segja Akureyri vera höfuðborg Íslands númer tvö á eftir Reykjavík auðvitað enda er hann næst stærsti bær á Íslandi. Það er ótal margt skemmtilegt og áhugavert hægt að gera á Akureyri eins og:

  • Labba upp Akureyrarkirkju og skoða

Akureyrarkirkja er kirkja á Akureyri sem var vígð árið 1940 og tilheyrir hún þjóðkirkjunni. Það sem er svo merkilegt við Akureyrarkirkju er ekki bara hvað hún er fögur að innan sem utan heldur þarf maður að labba upp um það bil 115 tröppur til að komast að. Ef maður kýs ekki að labba þá er einnig hægt að leggja bílnum sínum uppi við kirkjuna.

  • Skíða í Hlíðarfjalli

Hlíðarfjall er fjall á Akureyri og er það ásamt Bláfjalli stærsta skíðasvæðið á Íslandi og æðislegt að kíkja þangað til þess að skíða að vetri til. En alltaf gaman að kíkja líka bara sér til skemmtunar.

  • Fara í Sundlaug Akureyrar

Sundlaug Akureyrar er vinsæl laug enda ótrúlega flott og skemmtileg laug og hún hentar fyrir alla aldurshópa.

  • Bjórböðin

Bjórböðin er tiltölulega nýtt á Akureyri en það var opnað 1. júní 2017. Það eru 7 ker sem taka 2 manns hver. Kerin eru handsmíðuð úr Kambalavið frá litlu fjölskyldufyrirtæki í Þýskalandi. Í bjórbaði er legið í stóru keri, sem fyllt er af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir um 25 mínútur er farið úr baðinu og yfir í slökunarherbergi í aðrar 25 mínútur. Bjórbað er einstakt fyrirbæri og því um að gera að láta það ekki fara fram úr manni ef maður á leið framhjá Akureyri.

Það er margt hægt að gera á Akureyri en stundum er einnig gott að fara þangað bara í frí, leigja sér hús eða bústað og slaka á. Akureyri er bær til margs nota og ávallt skemmtilegt að fara þangað.