Hæ! Ert þú með erlenda vini í heimsókn og vilt sýna þeim Ísland eða vilt bara einfaldlega ferðast sjálfur um Ísland? Þá er þetta síðan til að skoða áður en haldið er á vit ævintýranna um fallega landið okkar. Hér finnur þú allt sem þú vilt vita um ferðamennsku á Íslandi og mælum við með því að þú skoðir síðuna okkar til að fá að njóta ferðarinnar sem mest.

Erlendir ferðamenn eiga mikinn þátt í lífi íslendinga og hefur þeim farið vaxandi hratt með árunum og er það mjög jákvætt fyrir okkur íslendinga, það má líta á það sem einskonar hrós. Landið okkar er það fallegt að það dregur að sér milljónir erlendra ferðamanna, sem eru oftar en ekki að ferðast í marga klukkutíma til að komast á leiðarenda. Vegna mikillar aðsóknar til Íslands þá hafa ferðaþjónustur og önnur fyrirtæki sem ferðamenn nýta þurft að bæta þjónustu vegna aukningarinnar. Er það ekki bara jákvætt fyrir landið okkar? Það að ferðamenn sem flykkjast hingað á ári hverju hafa skapað þó nokkrar atvinnur fyrir fólk hérlendis, sem er ávallt jákvætt fyrir þá aðila.

Ísland er einstaklega fallegt land sem er skemmtilegt að ferðast um og skoða, ekki bara fyrir ferðamenn, heldur einnig íslendinga. Hér finnur þú upplýsingar um allt það helsta til að ferðast um landið og til að fræðast sem mest um það. Hvert á helst að fara? Hvað er skemmtileg afþreying? Hvað á að skoða? Hvernig á að nýta ferðina og njóta sem mest? Við erum með svarið. Allt þetta er að finna á síðunni okkar.